Veldu tíma
22-24
laugardagur

Spáin hér að neðan gildir lau 25. jún fyrir tímabilið 22:00-24:00

Spánni er ætla að lýsa aðstæðum til gönguferða að eldgosi í Geldingadölum

Kannið aðstæður

Strekkingsvindur og þurrt.

Gangan nokkuð erfið, sér í lagi ef vindur blæs í fangið.

Frekari upplýsingar um aðstæður eru hér að neðan. Kanna þarf hvort svæðið sé opið áður en lagt er af stað.

Hiti ofan frostmarks

Ágætur hiti, en alls ekki hlýtt.

Lítil gasmengun

Vindur blæs gasmengun frá helstu gönguleiðum.

Talsverður vindur

Búast má við vindhraða á bilinu 8 - 12 m/s á gönguleiðinni.

Vindur í fangið á leiðinni að gosstöðvunum, en í bakið á heimleiðinni.

Engin úrkoma

Þurrt í veðri og gott skyggni.

Veðurathugun
4 °
34 m/s
Athugun klukkan 23:00 frá stöð Veðurstofunnar
Virkni

Virknin í gosinu er breytileg. Tímabil með mikilli gosvirkni fylja tímabilum með engri sjáanlegri virkni.

Það er óvíst hvað veldur þessum virknibreytingum, en við gerum okkar besta til að spá fyrir um virknina.

Spáin byggir á óróamælingum en þær haldast vel í hendur við virkni á yfirborði. Þegar órói fer yfir 5 má búast við sjáanlegri virkni í gígnum.

Engin sjáanleg gosvirkni

Við spáum að nú sé engin yfirborðsvirkni í gígnum. Við getum ekki spáð fyrir um það hvenær yfirborðsvirkin hefst á nýjan leik.

Grafið til hægri sýnir óróamælingar fyrir seinustu daga. Gosvirkni eykst með hærri óróa.

Eldgosaveður

Þann 19. mars 2021 hófst eldgos í Fagradalsfjalli á Reykjanesi. Eldgosið er bæði í nágrenni höfuðborgarinnar og alþjóðaflugvallarins í Keflavík.

Þúsundir heimsækja gosið flesta daga, og líklegt verður að teljast að heimsóknum ferðamanna muni fjölga eftir því sem opnað verður frekar fyrir komur erlendra ferðamanna til landsins. Hugmyndin með eldgosaspánni er að veita upplýsingar um eldgosið, ferðalagið þangað veður og öryggi á svæðinu.

Það eru tvær stikaðar leiðir að útsýnisstöðum í nágrenni eldgossins. Báðar hefjast þær á sama bílastæðinu. Það tekur um 50 mín að aka að bílastæðinu ef farið er um Reykjanesbraut og Grindavíkurveg. Eitthvað örlítið lengur tekur að keyra Krísuvíkurleiðina að bílastæðinu.

Gangan að útsýnisstöðunum og til baka tekur u.þ.b. 2 - 3 klst alls. Frekari upplýsingar um leiðir að gosinu fást með því að smella á leiðirnar eða útsýnisstaðinu á kortinu hér til hliðar.

Frekari upplýsingar um aðstæður (veður og fleira) eru neðar á síðunni

Algengar spurningar

Er svæðið opið allan sólarhringinn?

Yfirleitt er svæðið opið allan sólarhringinn. Þó eru viðbragðsaðilar eingöngu á svæðinu frá hádegi til miðnættis. Mælt er með því að forðast að heimsækja gosið á nóttunni, þegar ekkert viðbragð er.

Má vera með dróna?

Það er heimilt að fljúga dróna á öllu svæðinu. Heimilt er að fljúga í allt að 120 m hæð yfir jörðu. Þó getur það verið bannað í stuttan tíma í senn vegna rannsóknarfluga yfir eldgosið. Frekari upplúysingar og tilkynningar um lokun á svæðinu eru birtar á vefsvæði Samgöngustofu.

Er hættulegt að fara á svæðið?

Öllum ferðalögum fylgir einhver áhætta. Að heimsækja eldgosið er ekki mjög hættulegt ef farið er eftir öllum reglum. Með því að halda góðri fjarlægð frá eldgosinu og heitu hrauni er hægt að lágmarka áhættuna. Einnig er nauðsynlegt að fylgjast vel með veðurspá og að klæða sig eftir veðri.

Ég á erfitt með að ganga, hvernig kemst ég nær?

Almenningi er ekki heimilt að keyra nærri eldstöðvunum. Hægt er að kaupa þyrluferðir á svæðið. Eftir öðrum leiðum er ekki hægt að leggja nær gosinu en u.þ.b 3 km.

Geta lítil börn gengið að gosinu?

Gangan er fær fyrir flesta og margir hafa tekið börn með sér. Foreldrar þekkja sín börn þó best og verða sjálfir að meta hvort þeirra barn geti og vilji fara.

Hvenær lýkur gosinu?

Ómögulegt er að segja til um hvenær gosinu líkur. Þó er ekkert sem bendir til þess að því muni ljúka á næstunni. Sérfræðingar segja að gosið gæti staðið í ár eða jafnvel áratugi.

Þarf að vera með höfuðljós?

Á Íslandi er bjart allan sólarhringinn frá miðjum maí fram að verslunarmannahelgi. Á því tímabili eru höfuðljós óþörf. Utan þess tímabils eru höfuðljós nauðsynlegur búnaður á kvöldin og á nóttunni.

Kostar inn á svæðið?

Það er frítt inn á svæðið. Landeigendur hafa þó lagt á 1.000 krónu bílastæðagjald, til að standa undir kostnaði við bílastæði.

Má ganga utan gönguleiða?

Ekki er óheimilt að labba að svæðinu utan gönguleiða, en mælt er með því að ganga merktu gönguleiðirnar. Nálægt eldstöðinni og hrauninu eru vel merkt lokuð svæði.

Þarf ég að vera með gasmæli og/eða gasgrímu á svæðinu?

Það gas sem er líklegast til vandræða er þyngra en loft og berst undan vindi. Ef passað er upp á að halda góðri fjarlægð frá eldgosinu og að standa ekki undan vindi ætti að vera óþarft að taka með gasmæli og gasgrímu. Ef lykt finnst af gasi er best að færa sig úr stað, helst ofar í landið ef hægt er.

Webcams

RÚV Langihryggur camera

MBL panorama camera

MBL Close-up camera